U-21 karla | Sigur á móti Chile

Strákarnir okkar mættu Chile í dag í öðrum leik sínum á HM.  Strákarnir tóku frumkvæðið strax í leiknum og var staðan 12-6 fyrir okkar stráka þegar liðin gengu til búningsklefa.

Strákarnir okkar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og náðu að hrista Chilemenn af sér og unnu góðan sigur 35-18.

Með sigrinum í dag tryggði liðið sér sæti í milliriðlum mótsins og á föstudaginn mæta strákarnir Serbum kl 17:15. Sá leikur er mikilvægur fyrir bæði lið því framundan er hörð barátta um sæti í 8-lið úrslitum.

Mörk Íslands: Andri Finnsson 7, Einar Bragi Aðalseinsson 6, Kristófer Máni Jónasson 4, Símon Michael Guðjónsson 4, Andri Már Rúnarsson 3, Arnór Viðarsson 3, Þorsteinn Leó Gunnarsson 2 , Stefán Orri Arnalds 2, Tryggvi Þórisson 1, Jóhannes Berg Andrason 1, Róbert Snær Örvarsson 1, Jón Þórarinn Þorsteinsson 1

Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 12, 32% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 6, 50%.

Credit: Paris Sarrikostas/HHF

Credit: IHF