Ísland mætti í dag liði Argentínu í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Heimsmeistaramóts U-21 í Alsír.

Ísland sigraði 36-27.

Ísland er því komið með 2 stig í D riðli keppninnar og fara vel af stað.Nokkuð jafnræði var á með liðunum í upphafi leiks og var staðan 4-4 eftir 8 mín.

Þá kom mjög góður kafli hjá íslensku strákunum sem skoruðu 6 mörk í röð og breyttu stöðunni í 10-4.

Svipaður munum var á liðunum út hálfleikinn og í hálfleik leiddi Ísland 19-12.

Í seinni hálfleik róteruðu íslensku þjálfararnir liðinu mikið og spiluðu allir útileikmenn.

Svipaður munur hélst á milli liðanna. Eftir 40 mínútna leik var staðan 29-16 og eftir 50 mínútna leik var staðan 29-23.

Strákarnir gáfu þó nokkuð í á loka mínútunum, lokatölur 36-27 og frekar þægilegur sigur Íslands staðreynd.

Næsti leikur er morgun kl 15:00 á móti Sádi Arabíu.

Markaskorarar:

Elvar 9, Óðinn 7, Ómar 4, Sigtryggur 3, Ýmir 3, Arnar 2, Elliði 2, Hákon 2, Birkir 1, Þorgeir 1, Dagur 1, Kristján 1,

Markvarsla:

Grétar 6 (29%)

Viktor 2 (14%)

Nánari upplýsingar um leikinn má finna á heimasíðu EHF.

Fylgist endilega með okkur á
Facebook,
Twitter og
Instagram.

Þá eru strákarnir með Snapchat, u96.strakarnir

Myndir frá IHF