Strákarnir okkar unnu mikilvægan sigur á Grikkjum í dag. Heimamenn voru yfir allan fyriri hálfleikinn og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 15:14, Grikkjum í vil.

Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn miklu betur og náðu mest fjögra marka forustu 21-17. Góður endasprettur hjá okkar drengjum gerði það að verkum að strákarnir náðu að landa mikilvægum sigri.Lokatölur, 29:28, eftir æsilega spennandi lokamínútur.

Strákarnir mæta Egyptum á morgun kl. 14:30 og geta með sigri tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum.

Mörk Íslands: Andri Már Rúnarsson 6, Benedikt Gunnar Óskarsson 6, Kristófer Máni Jónasson 6, Símon Michael Guðjónsson 5, Tryggvi Þórisson 2, Einar Bragi Aðalsteinsson 2, Ísak Gústafsson 1, Stefán Orri Arnalds 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 7, 28% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 3, 23%.

Credit: Paris Sarrikostas/HHF

Credit: IHF