Strákarnir okkar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins með góðum sigri á Egyptum. Strákarnir léku frábærlega í 45 mínútur en slökuðu full mikið á síðustu 15 mínúturnar. Lokatölur leiksins voru 29-28 í skrautlegum handboltaleik.

Strákarnir ferðast til Berlínar á morgun og mæta þar Portúgal í 8-liða úrslitum á fimmtudaginn kl. 13:45.

Mörk Íslands: Andri Már Rúnarsson 6, Arnór Viðarsson 4, Benedikt Gunnar Óskarsson 4, Jóhannes Berg Andrason 3, Tryggvi Þórisson 3, Þorsteinn Leó Gunnarsson 3, Einar Bragi Aðalsteinsson 2, Andri Finnsson 1, Kristófer Máni Jónasson 1, Símon Michael Guðjónsson 1, Stefán Orri Arnalds 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 5/1, 25% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 4, 24%.

Credit: Paris Sarrikostas/HHF

Credit: IHF