Ísland spilar kl 12:00 við Serbíu í lokaleik forkeppni heimsmeistaramóts U-21 landsliða.

Ísland er öruggt á HM þrátt fyrir að eiga einn leik eftir þar sem Serbar eru búnir að tapa báðum leikjunum sínum.

Ísland er með fullt hús eftir fyrstu leikina eftir sigra á Litáen, 32-25, og Grikklandi, 31-24.

Serbar eru án stiga eftir viðureignir sínar við sömu lið, Serbar töpðuðu 20-23 fyrir Grikklandi og 25-21 fyrir Litháen.

Fyrir mótið bjóst íslenska liðið við að þetta yrði úrslitaleikur um sæti á HM.

Bæði liðin voru þátttakendur á lokamóti bæði EM 2016 og HM 2015 meðan Grikkland og Lithán voru á hvorugu mótinu.

Serbar enduðu í 12. sæti á HM 2015 í Rússlandi þar sem Ísland náði í brons, serbneska liðið endaði svo í 14 sæti á EM í Danmörku síðastliðið sumar þar sem Ísland endaði í 7. sæti.

Nánari upplýsingar um leikinn og stöðuna í riðlinum er hægt að nálgast á heimasíðu EHF.

Leikurinn verður í beinni útsendingu,  við sýnum leikinn beint á Facebook.

Þá er einnig beina stöðulýsing (Live Ticker) sem nálgast má á heimasíðu EHF.

Minnum sem fyrr á samfélagsmiðlana okkar, 
Facebook
Twitter
Instagram og 
Vine. Og snapchat hjá strákunum sjálfum u96.strakarnir