Ísland hefur í dag leik í forkeppni Heimsmeistaramóts U-21.

Forkeppnin fer fram í Gornji Milanovac í Serbíu, auk Íslands og Litháen munu Serbía og Grikkland eigast við í dag.

Fyrsti leikur Íslendiga er á móti Litháen kl 15:00 í dag.

Lið Liháa tók þátt í forkeppninni fyrir EM í Danmörku síðastliðið sumar en tókst ekki að tryggja sér sæti á mótinu.

Í forkeppninni unni þeir Kosovó (29-19) en töpuðu svo bæði fyrir Rússlandi (24-36) og Þýskalandi (22-33).

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu EHF.

Leikurinn verður með beina stöðulýsingu (Live Ticker) sem nálgast má á heimasíðu EHF.

Fylgist endilega með okkur á
Facebook,
Twitter,
Instagram og
Vine.

Þá eru strákarnir sjálfir með snapchat, u96.strakarnir