Í morgun var dregið í riðla fyrir HM u-21 árs landsliða en mótið fer fram á Spáni næsta sumar.

Það er óhætt að segja að strákarnir okkar hafi lent í mjög sterkum riðli en með íslenska liðinu í riðli eru Þýskaland, Noregur, Argentína, Danmörk og Chile.

HM u-21 árs liða hefst 16. júlí, þjálfarar íslenska liðsins eru þeir Einar Andri Einarsson og Sigursteinn Arndal.