21 árs landslið karla lauk keppni á heimsmeistaramótinu á Spáni í dag. Liðið tapaði síðasta leik sínum gegn Serbíu, 24-22, og endaði því í 14. sæti keppninnar. Leikurinn var í járnum til að byrja með en síðan sigu Serbar fram úr og náðu mest níu marka forystu, 23-14. Þá tóku Íslendingar leikhlé og við það gjörbreyttist leikur liðsins og þegar tvær mínútur lifðu af leiknum var staðan 23-21 fyrir Serba. Því miður komust strákarnir ekki lengra og niðurstaðan því sigur Serba og 14. sætið raunin.