U-21 árs landslið karla sigraði í dag Serbíu 34-32 í lokaleik liðsins í undankeppni HM en leikið var í Serbíu.

Ísland fór örugglega áfram á HM en liðið lauk keppni með fullt hús stiga.

Staðan í hálfleik var 18-16 Íslandi í vil.

Strákarnir léku ágætlega í dag og fengu allir að spreyta sig enda liðið komið áfram fyrir leikinn. Allir leikmenn Íslands komust á blað að markvörðunum undanskildum.

Lokakeppni HM fer fram í sumar í Alsír frá 17.-30. júlí.

Minnum sem fyrr á samfélagsmiðlana okkar, Facebook, Twitter, Instagram og Vine. Og snapchat hjá strákunum sjálfum u96.strakarnir