Strákarnir okkar unnu góðan sigur á Serbíu í síðasta leik riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Aþenu í Grikklandi í kvöld. Frábær varnarleikur lagði grunn að þessum sannfærandi sigri.

Strákarnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins.  Mestur varð munurinn fimm mörk í fyrri hálfleik. Þegar gengið var til búningsherbergja eftir var staðan 16:14, Íslandi í vil.

Strákarnir okkar gáfu ekkert eftir í seinni hálfleik og héldu forustunni allan tímann. Þegar á leið leikinn jókst munurunn og sigurinn var aldrei í hættu. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri 32-29.

Íslenska liðið vann þar með riðilinn og tekur með sér tvö stig í milliriðil. Strákarnir leika við Grikki á sunnudag kl. 14:30 og við Egypta á mánudag einnig kl. 14:30.

Mörk Íslands: Simon Michael Guðjónsson 8, Andri Már Rúnarsson 4, Arnór Viðarsson 3, Benedikt Gunnar Óskarsson 3, Guðmundur Bragi Ástþórsson 3, Einar Bragi Aðalsteinsson 2, Kristófer Máni Jónasson 2, Stefán Orri Arnalds 2, Þorsteinn Leó Gunnarsson 2, Andri Finnsson 1, Ísak Gústafsson 1, Tryggvi Þórisson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 6, 29% – Adam Thorstensen 3, 18%.

Credit: Paris Sarrikostas/HHF

Credit: IHF