U-21 karla | Dregið í riðla á HM

Í dag var dregið í riðla fyrir heimsmeistaramót U-21 árs landsliða karla en mótið fer fram í Þýskalandi og Grikklandi í sumar.

Strákarnir okkar drógust í G-riðil ásamt Serbíu, Marokkó og Síle en riðillinn verður leikinn í Aþenu í Grikklandi.

Mótið hefst 20. júní og stendur til 2. júlí. Þjálfarar U-21 árs landsliðs karla eru Róbert Gunnarsson og Einari Andri Einarsson.

Nánar má lesa um dráttinn á heimasíðu IHF:
https://www.ihf.info/media-center/news/draw-2023-ihf-mens-junior-world-championship-sees-last-final-played-again