U-21 karla | 31 – 23 sigur gegn Færeyjum

U-21 karla lék í dag sinni fyrri vináttulandsleik gegn jafnöldrum sínum frá Færeyjum en strákarnir okkar undirbúa sig af fullum krafti fyrir þáttöku liðsins á HM í Grikklandi og Þýskalandi í sumar. Færeyiska liðið byrjaði betur í dag en á 15 mínútu leiksins náði íslenska liðið að jafna í 6 – 6. Það sem eftir lifði leiks var jafnræði með liðunum að undanskyldum síðustu tveimur mínútum fyrri hálfleiks þegar íslenska liðið náði að komast í fjögra marka forustu með góðum leik. Staðan í háflleik 15 – 11 Íslandi í vil.

Síðari hálfleik byrjaði eins og þeim fyrri lauk með góðu spili strákana okkar í vörn og sókn og juku þeir forskotið hægt og rólega út leikinn. Lokatölur í dag voru 31 – 23.

Mörk Íslands í dag skoruðu:
Þorsteinn Leó Gunnarsson 9, Stefán Orri Arnalds 4, Einar Bragi Aðalsteinsson 3, Tryggvi Garðar Jónsson 3, Andri Finsson 3, Ísak Gústafsson 2, Jóhannes Berg Andrason 2, Ísak Logi Einarsson 1, Kristófer Máni Jónasson 1, Símon Michael Guðjónsson 1 og Róbert Örvarsson 1 mark.

Adam Thorsteinsen varði 8 skot og Brynjar Vignir Sigurjónsson varði 7 skot.

Síðari leikur liðanna fer fram á morgun í Kaplakrika og hefst hann kl. 16:30, frítt er inn á leikinn og honum streymt á YouTube-rás HSÍ.