Á morgun, sunnudag kl.11.00 leika stelpurnar í U-20 ára landsliðinu síðasta leik sinn í undanriðli HM.

Leikurinn er gegn Austurríki og fer fram í Strandgötu.

Sigurvegarinn úr þessum leik fylgir Ungverjum á lokakeppni HM sem fram fer í Rússlandi í sumar.

Fjölmennum á leikinn og hvetjum stelpurnar til sigurs ! Áfram Ísland