Stelpurnar okkar áttu í fullu tré við geysisterkt lið Þjóðverja fyrr í dag.

Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu og skiptust liðin á að hafa forystu. Eftir 30 mínútur var staðan 14-14. Sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik og það var ekki fyrr en á lokamínútunni að þýska liðið tryggði sér eins marks sigur, 24-25.

Markaskorarar Íslands:

Lovísa Thompson 7, Sandra Erlingsdóttir 5, Berta Rut Harðardóttir 5, Andrea Jacobsen 4, Mariam Eradze 2 og Berglind Þorsteinsdóttir 1.

Þetta þýðir að stelpurnar okkar þurfa sigur á morgun gegn Litháen til að gulltryggja sætið á HM næsta sumar, leikurinn hefst kl. 12.30 í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum.