HM draumurinn er úti hjá stelpunum okkar eftir tap á móti Austurríki í dag.

Jafnt var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en eftir því sem leið á fyrri hálfleik náði austurríska liðið smám saman tökum á leiknum og leiddu í hálfleik 15-11.

Íslenska liðið gerði nokkur góð áhlaup í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki og að lokum vann Austurríki þriggja marka sigur, 25-22.

Markahæstar í íslenska liðinu voru Ragnheiður Júlíusdóttir með 7 mörk og Brynhildur Bergman Kjartansdóttir með 4 mörk.

Það verða Ungverjaland og Austurríki sem spila á HM í Rússlandi í sumar, en Ísland og Hvítarússland sitja eftir í þetta skiptið.