Ísland spilaði sinn fyrsta leik á HM í dag. Leikið var gegn sterku liði Suður-Kóreu. Leikurinn byrjaði ekki vel hjá Íslenska liðinu og Suður-Kórea náði 7 marka forskoti fljótlega í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 16-12 fyrir Suður-Kóreu. 

Íslenska liðið lék afar vel í seinni hálfleik og eftir 10 mínútna leik var liðið búið að jafna. Eftir það skiptust liðin á því að vera með forystu og að lokum varð jafntefli niðurstaðan. Lokatölur urðu 29-29.  

Mörk Íslands: 

Lovísa Thompson 7, Andrea Jacobsen 5, Sandra Erlingsdóttir 4, Berglind Þorsteinsdóttir 3, Berta Rut Harðardóttir 3, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2, Ragnhildur, Edda Þórðardóttir 1, Mariam Eradze 1 og Halldóra Sólveig Stefánsdóttir 1

Ástríður Glódís Gísladóttir varði 6 skot í markinu og Heiðrún Dís Magnúsdóttir 2.

Á morgun bíður annað erfitt verkefni. Liðið mætir þá Slóveníu sem unnu Síle stórt í kvöld. Nánari upplýsingar um útsendingu þess leiks kemur hér inn á morgun