Í kvöld spilaði Ísland sinn annan leik á HM í Ungverjalandi á móti Slóveníu. Leikið var í hinni stórglæsilegu Fönix-höll í Debrecen, þar sem allir leikir íslenska liðsins fara fram. Slóvenía byrjaði leikinn betur en íslensku stúlkurnar fóru að leika betur eftir fyrstu 10 mínúturnar. Staðan í hálfleik var 15-12 fyrir Ísland.

Liðið spilaði seinni hálfleikinn mjög vel og leiddi mestallan hálfleikinn með þremur til fjórum mörkum. Slóvenar náðu um miðbik hálfleiksins að minnka muninn í tvö mörk, en lengra komust þær ekki og Íslenskur sigur var niðurstaðan. Lokatölur urðu 24-22. 

Mörk Íslands: Lovísa Thompson 9, Sandra Erlingsdóttir 6, Lena Margrét Valdimarsdóttir 5, Andrea Jacobsen 3, Elva Arinbjarnar 1. Heiðrún Dís Magnúsdóttir varði 6 skot og Ástríður Glódís Gísladóttir 2.

Á morgun er hvíldardagur hjá stelpunum, en á fimmtudagsmorgun mætir liðið firnasterku liða Rússa sem eru silfurlið síðasta Evrópumóts.