Ísland tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum HM með stórsigri gegn Kína 35 – 20. Leikurinn var jafn til að byrja með en um miðjan hálfleikinn tóku íslensku stelpurnar völdin og sigldu fram úr. Grunnurinn að þessu forskoti var frábær varnarleikur stelpnanna og 83% markvarsla Ástríðar Glódísar í markinu. Staðan í hálfleik var 18 – 9 fyrir Íslandi. 

Í seinni hálfleiknum héldu íslensku stelpurnar áfram að auka forskotið. Keyrðu upp hraðann og með góðri spilamennsku kláruðu þær leikinn með sóma. Lokatölur 35 – 20. 

Mörk Íslands í leiknum skoruðu: Sandra Erlingsdóttir 10, Lovísa Thompson 4, Mariam Eradze 4, Berglind Þorsteinsdóttir 4, Elva Arinbjarnar 3, Lena Margrét Valdimarsdóttir 3, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 2, Andrea Jacobsen 2, Aldís Ásta Heimisdóttir 1, Karen Tinna Demian 1, Sólveig Halldóra Stefánsdóttir 1. 

Varin skot: Ástríður Glódís Gísladóttir 15 og Heiðrún Dís Magnúsdóttir 5.