Ísland vann nauman sigur 23 – 22, á Síle í lokaleiknum í riðlakeppni HM í Ungverjalandi. Leikurinn var í járnum frá upphafi en staðan í hálfleik var 11 – 11. 

Baráttan hélt áfram í seinni hálfleik en um miðjan hálfleikinn hafði Síle náð þriggja marka forskoti. Íslenska lið beit frá sér og Lovísa Thompson skoraði sigurmarkið þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. 

Stelpurnar börðust vel og náðu að halda fengnum hlut. Lið hlaut 7 stig í riðlinum af 10 mögulegum og lenti í 3.sæti. Í 16-liða úrslitum mætir Ísland annaðhvort gestgjöfum Ungverja eða Noregi, en þau mætast í úrslitaleik í sínum riðli í kvöld.  

Mörk Íslands: Lovísa Thomp­son 7, Sandra Erl­ings­dótt­ir 6, Berta Rut Harðardótt­ir 3, Andrea Jacobsen 3, Elva Ar­in­bjarn­ar 2, Ragn­hildur Edda Þór­ðardótt­ir 1, Lena Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir 1.

Var­in skot: Heiðrún Dís Magnús­dótt­ir 11