U-20 ára landslið kvenna leikur riðil í undankeppni HM í Vestmannaeyjum um helgina og eru fyrstu leikirnir í dag. Með íslenska liðinu í riðli eru Þýskaland, Litháen og Makedóníu og verður eflaust mikil upplifun fyrir þessi lið að koma til Eyja og upplifa þar náttúrufegurðina og mannlífið. Tvö efstu liðin komast upp úr riðlinum og á HM í Ungverjalandi sem fer fram í sumar. Stelpurnar okkar voru hársbreidd frá því að komast á seinasta stórmót og þó andstæðingarnir séu af stærri gerðinni í þetta skiptið koma stelpurnar til með að gera sitt besta til að tryggja sætið á HM í sumar. 


Frítt er inn á alla leiki.  
ÁFRAM ÍSLAND!

 

Leikirnir: 

Föstudaginn 23. mars.

Þýskaland – Litháen kl. 17.00.

Makedónía – Ísland kl. 19.00.

 

Laugardagurinn 24. mars.

Litháen – Makedónía kl. 14.00.

Ísland – Þýskaland kl. 16.00.

 

Sunnudagurinn 25. mars.

Makedónía – Þýskaland kl. 10.30.

Ísland – Litháen kl. 12.30.

 

Leikmenn:

Aldís Ásta Heimisdóttir, KA/Þór

Andrea Jacobsen, Fjölnir

Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór

Ástríður Glódís Gísladóttir, Fylkir

Berglind Benediktsdóttir, Fjölnir

Berglind Þorsteinsdóttir, HK

Berta Rut Harðardóttir, Haukar

Elva Arinbjarnar, HK

Heiðrún Dís Magnúsdóttir, Fram

Lena Margrét Valdimarsdóttir, Fram

Lovísa Thompson, Grótta

Mariam Eradze, Toulon

Ragnheiður Tómasdóttir, Stjarnan
Ragnhildur Edda Þórðardóttir, Valur
Sandra Erlingsdóttir, ÍBV
Sólveig Halldóra Stefánsdóttir, Åsane
Þóra Guðný Arnardóttir, Grótta


Þjálfarar:
Hrafnhildur Skúladóttir
Stefán Arnarson