U-20 ára landslið kvenna tryggði sér í dag sæti á HM næsta sumar með 14 marka sigri á Litháen, 32-18.

Það var ljóst fyrir leik að jafntefli nægði íslenska liðinu til að tryggja sætið á HM en stelpurnar okkar hófu leikinn af miklum krafti og höfðu strax í hálfleik 11 marka forystu, 19-8.

Þó að aðeins hafi hægt á liðinu í síðari hálfleik var alltaf ljóst hvar sigurinn myndi lenda, lokatölur 32-18 og HM sætið í höfn.

Markaskorarar Íslands:

Mariam Eradze 6, Andrea Jacobsen 6, Berta Rut Harðardóttir 4, Lovísa Thompson 4, Elva Arinbjarnar 2, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Sólveig Stefánsdóttir 2, Berglind Benediktsdóttir 1, Sandra Erlingsdóttir 1, Aldís Ásta Heimisdóttir 1, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1, Ragnheiður Tómasdóttir 1, Lena Margrét Valdimarsdóttir 1.

Heimsmeistaramótið fer fram í Debrecan í Ungverjalandi 1. – 14. júlí í sumar.

HSÍ vill þakka ÍBV, Vestmannaeyjabæ og þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem styrktu stelpurnar fyrir mótið í Vestmannaeyjum um helgina.