Stefán Arnarson og Hrafnhildur Skúladóttir þjálfarar U-20 ára landsliðs kvenna hafa valið þá 16 leikmenn sem taka þátt á HM í Ungverjalandi í sumar.

Íslensku stelpurnar tryggðu sér sæti á HM með því að ná 2. sæti í undanriðlinum sem haldinn var í Vestmannaeyjum í lok mars. Þar unnu stelpurnar okkar góða sigra á Litháen og Makedóníu en töpuðu naumlega fyrir Þýskalandi.

Heimsmeistaramótið fer fram í Debrecan í austurhluta Ungverjalands í byrjun júlí. Stelpurnar okkar eru í riðli með Rússlandi, S-Kóreu, Slóveníu, Kína og Chile í mótinu. Fjögur efstu liðin í riðlinum komast í 16-liða úrslit.

Hópinn má sjá hér:



Aldís Ásta Heimisdóttir, KA/Þór

Andrea Jacobsen, Fjölnir

Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór

Ástríður Glódís Gísladóttir, Haukar

Berglind Benediktsdóttir, Fjölnir

Berglind Þorsteinsdóttir, HK

Berta Rut Harðardóttir, Haukar

Elva Arinbjarnar, HK

Heiðrún Dís Magnúsdóttir, Fram

Karen Tinna Demian, ÍR

Lena Margrét Valdimarsdóttir, Fram

Lovísa Thompson, Grótta

Mariam Eradze, Toulon (Frakkland)

Ragnhildur Edda Þórðardóttir, Valur

Sandra Erlingsdóttir, ÍBV

Sólveig Halldóra Stefánsdóttir, Åsane (Noregur)

*Til vara:

Anna Helena Garðarsdóttir, Stjørdal

Auður Ester Gestsdóttir, Valur

Harpa María Friðgeirsdóttir, Fram

Ída Bjarklind Magnúsdóttir, Selfoss

Ragnheiður Tómasdóttir, Stjarnan

Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK

Þóra Guðný Arnarsdóttir, Grótta

*varamenn æfa ekki með liðinu en gætu verið kallaðir inn með stuttum fyrirvara.