Nú morgun var dregið í riðla fyrir Heimsmeistaramót U-20 ára landsliða kvenna sem fram fer í sumar í Ungverjalandi dagana 1. – 14. júlí.

Stelpurnar okkar tryggðu sér sætið á HM með því að ná 2. sætinu í undanriðlinum sem haldinn var í Vestmannaeyjum í lok mars.

Íslenska liðið verður í B riðli og mætir þar Rússlandi, S-Kóreu, Slóveníu, Kína og Chile.

Annars má sjá dráttinn í heild sinni hér:

A-riðill:
            
B-riðill:
        
C-riðill:
       
D-riðill:

Ungverjaland    Rússland            Danmörk     Frakkland

Noregur
    S-Kórea
        Holland
       Þýskaland

Svartfj.land
    Slóvenía
        Rúmenía       Spánn

Brasilía
            Kína
        Angóla
       Króatía

Portúgal
            Chile
                Japan
Egyptaland

Fílabeinsstr.
    
Ísland
       Paraguay
Svíþjóð

Það verður gaman að fylgjast með stelpunum okkar á HM í sumar en þetta er aðeins í fjórða skipti sem yngra landslið kvenna frá Íslandi kemst í lokakeppni stórmóts.

Þjálfarar liðsins eru þau Stefán Arnarson og Hrafnhildur Skúladóttir.