Nú fer að hefjast síðasti leikur Stelpnanna okkar á HM U-20 ára landsliða í Ungverjalandi. Þær munu leika við Króatíu um 9.sætið í mótinu. Króatía hafnaði í 2.sæti í gríðarsterkum D-riðli þar sem þær unnu meðal annars Svíþjóð og Þýskaland. Króatía tapaði síðan naumlega gegn Rúmeníu í 16 liða úrslitum. Verður gríðarlega erfiður leikur.

EIns og fram hefur komið tapaði Ísland í gærkvöldi gegn Noregi í hörkuleik. En líkt og hjá þeim Króatísku var það góð frammistaða Íslands í riðlinum sem gerir það að verkum að þær leika um 9. sætið.

Í fyrsta skiptið á mótinu leika stelpurnar í Hodos höllinni sem er samliggjandi við hina glæsilegu Fönix höll.

Ísland á tvær á top 10 yfir markahæstu leikmenn mótsins. Lovísa Thompson er 4. markahæst með 38 mörk og Sandra Erlingsdóttir er 6. markahæst með 35 mörk. 

Leikurinn er í beinni útsendingu og má finna slóð á útsendinguna
hér.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu keppninnar sem og á heimasíðu IHF.

Heimasíða Keppninnar

Heimasíða IHF

Umfjöllun um leikinn kemur hér inn á heimasíðu HSÍ að leik loknum. 

ÁFRAM ÍSLAND