Ísland spilaði sinn síðasta leik á HM í kvöld. Spilað var á móti Króatíu og var leikurinn um 9. sætið í mótinu. Íslenska liðið byrjaði mjög illa og Króatarnir náðu góðri forystu sem þeir héldu til loka fyrri hálfleiks, en staðan í hálfleik var 11-17. 

Í seinni hálfleiknum juku Króatarnir forystuna jafnt þétt á meðan íslenska liðið náði sér aldrei á strik. Lokatölur urðu 23-36 og leikmenn og þjálfarar voru ósáttir með að enda mótið með þessari frammistöðu. 

Engu að síður eru þeir ánægðir með heildarniðurstöðuna, en 10. sætið er besti árangur sem íslenskt kvennalandslið hefur náð í lokakeppni. 

Mörk Íslands skoruðu: Andrea Jacobsen 5, Berta Rut Harðardóttir 4, Sandra Erlingsdóttir 3, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 3, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2, Berglind Þorsteinsdóttir 1, Elva Arinbjarnar 1, Ásdís Guðmundsdóttir 1, Lovísa Thompson 1, Halldóra Sólveig Stefánsdóttir 1, Mariam Eradze 1.

Heiðrún Dís Magnúsdóttir varði 7 skot í markinu og Ástríður Glódís Gísladóttir 1.