U-20 karla | Tap gegn Þýskalandi

Strákarnir okkar í U-20 ára landslið karla lék í dag sinn þriðja og síðasta leik í D-riðli Evrópumeistaramóts U-20 ára landsliða sem haldið er í Porto. Íslenska liðið byrjaði leikinn í dag af krafti og þegar 15 mínútur voru liðnar af leiknum liðið með þriggja marka forustu 10 – 7. Þjóðverjarnir náðu að spila sig inn í leikinn og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 15 – 17 Þjóðverjum í vil.

Þýskaliðið hafi yfirhöndina í seinni hálfleik og náði fljótlega fimm marka furystu á Íslenska liðið. Leikurinn endaði með sigri Þjóðverja og lokatölur urðu 35-27

Andri Már Rúnarsson var valinn besti leikmaður Íslands af mótshöldurum.

Mörk Íslands skoruðu:
Símon Michael Guðjónsson 5, Andri Már Rúnarsson 4, Benedikt Gunnar Óskarsson 3, Þorsteinn Leo Gunnarsson 3, Kristófer Mánu Jónasson 3, Guðmundur Bragi Ástþórsson 2, Tryggvi Þórisson 2, Arnór Viðarsson 1, Ísak Gústafsson 1 og Einar Bragi Aðalsteinsson 1 mark.

Adam Thorstensen varði 5 skot, Brynjar Vignir Sigurjónsson 3 skot og Jón Þorsteinsson 2 skot.

Ísland mætir næst Króatíu og Svartfjallalandi á þriðjudag og miðvikudag í keppni um leiki til 9. – 12. Sæti eða 13. – 16. sæti mótsins.

Myndir: Jónas Árnason