U-20 karla | Tap gegn Ítalíu

U-20 ára landslið karla lék í dag sinn annan leik á Evrópumeistaramótinu í Porto er þeir mættu Ítalíu. Jafnræði var með liðunum fyrstu 15 mínútur leiksins og þá náðu Ítalir að komast tveimur mörkum yfir. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var Ítalía skrefinu á undan strákunum okkar og þegar staðan í hálfleik 10 – 14 Ítalíu í vil.

Seinni hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri endaði allt þar til 12 mínútur voru til leiksloka að Íslenska liðið fann sinn rétta takt. Hægt og rólega síðustu mínúturnar náðu strákarnir okkar að vinna sig inn í leikinn. Adam Thorstensen varði vel og þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var staðan jöfn 23 – 23. Andri Rúnarsson jafnar leikinn þegar 20 sekúndur eru eftir en því miður náðu Ítalarnir að skora á síðustu sekúndu leiksins og tryggja sér 26 – 27 sigur.

Guðmundur Bragi Ástþórsson var valinn maður leiksins úr liði Íslands frá mótshöldurum.

Mörk Íslands skoruðu:
Andri Már Rúnarsson 5, Benedikt Gunnar Óskarsson 6, Guðmundur Bragi Ástþórsson 5, Gauti Gunnarsson 2, Símon Michael Guðjónsson 2, Þorsteinn Leó Gunnarsson 2, Einar Bragi Aðalsteinsson 1, Kristófer Máni Jónasson 1 og Tryggvi Þórisson 1 mark.

Adam Thorstensen varði 5 skot, Brynjar Vignir Sigurjónsson 4 og Jón Þórarinn Þorsteinsson 4 skot.

Strákarnir fá hvíldardag á morgun sem verður nýttur í endurheimt og æfingar. Næst leika þeir við Þýskaland á sunnudaginn og hefst leikurinn kl. 16:00.