U-20 lið karla tapaði í dag 25-21 í hörkuleik gegn Slóveníu. Slóvenar höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og leiddu 14-10 í hálfleik. Íslenska liðið misnotaði nokkur dauðafæri og reyndist það dýrkeypt. Í seinni hálfleik jók Slóvenía forkotið og komst í 21-14. Íslensku strákarnir gáfust þó aldrei upp og gátu minnkað muninn í tvö mörk þegar lítið var eftir, en nær komst íslenska liðið ekki. Úrslitin gera það að verkum að íslenska liðið mun leika um 5.- 8. sæti á mótinu en sigur hefði tryggt undanúrslitasæti. 

Mörk Íslands skoruðu: Birgir Már Birgisson 6, Sigþór Gunnar Jónsson 3, Arnar Freyr Guðmundsson 2, Sveinn Andri Sveinsson 2, Sveinn Jóhannsson 2, Orri Þorkelsson 2/1, Friðriki Hólm Jónsson 1, Daníel Griffin 1, Úlfur Kjartansson 1 og Elliði Snær Viðarsson 1.