U-20 landslið karla spilaði í dag við Búlgaríu í forkeppni Evrópumeistaramóts U-20 ára landsliða karla.

Íslensku strákarnir sigruðu örugglega í leiknum 45-21. Forustu Íslands var aldrei ógnað í leiknum og skoruðu strákarnir fjölmörg mörk úr hraðaupphlaupum.

Eftir jafnar upphafsmínútur var staðan 4-4 og í stöðunni 6-4 tók þjálfari Búlgaríu leikhlé, þetta leikhlé nýttu íslensku strákarnir sér, tóku öll völd á vellinum, skoruðu næstu 6 mörk og voru komnir með 10 marka forustu, 16-6, eftir rúmlega 20 mín. leik. Í hálfleik munaði 13 mörkum, 22-9. Glæsilegur fyrrihálfleikur.

Strákarnir héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik, hleypti Búlgaríu aldrei inn í leikinn og juku forskot sitt með hverri mínútunni.

Eftir 40 mín. leik var staðan 31-14 og á 50. mínútu var munurinn 19 mörk, 37-18.

Lokatölur urðu svo 45-21 fyrir Íslandi. Öruggur sigur Íslendinga

Maður leiksins var valinn Hákon Daði Styrmisson

Markaskorarar:

Hákon Daði Styrmisson 7, Leonharð Harðarsson 7, Óðinn Ríkharðsson 7, Ómar Ingi Magnússon 5, Aron Dagur Pálsson 4, Elvar Jónsson 4, Dagur Arnarsson 3, Sveinn Jóhannsson 3, Birkir Benediktsson 2, Sturla Magnússon 1, Kristján Kristjánsson 1, Egill Magnússon 1

Næsti leikur, og lokaleikur Ísland í forkeppninni er á móti Ítalíu kl 10:00 í fyrramálið (10.apríl)

Leikinn verður hægt að sjá í beinni útsendingu hér 

Nánari upplýsingar um leikinn við Búlgaríu frá EHF

Fylgist endilega með okkur á Facebook
Twitter og
Instagram






Mynd: Þorsteinn/fimmeinn.is

Mynd: Þorsteinn/fimmeinn.is

Mynd: Þorsteinn/fimmeinn.is