U-20 ára lið karla gerði í dag 25-25 jaftefli við lið Þýskalands á Evrópmótinu í Slóveníu. Leikurinn var í járnum fyrstu 20 mínúturnar en Þjóðverjar náðu svo forskoti og leiddu 16-12 í hálfleik. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og minnkaði muninn í eitt mark 21-20. Illa gekk að jafna og Þjóðverjar komust svo í 25-22 þegar 3 mínútur voru eftir. Íslensku strákarnir sýndu svo svakalegan karakter, vilja og trú og skoruðu þrjú síðustu mörkin. Birgir Már Birgisson skoraði jöfnunarmarkið þegar 3 sekúndur voru til leiksloka með frábæru hraðaupphlaupsmarki eftir sendingu Andra Scheving.

Mörk Íslands skoruðu:
Sveinn Jóhannsson 6, 
Orri Þorkelsson 5, Arnar Guðmundsson 4, Birgir Már Birgisson 3, Sveinn Andri Sveinsson 2, Birgir Jónsson 2, Sigþór Jónsson 1, Friðrik Jónsson 1, Daníel Griffin 1.

Andri Scheving varði 10 bolta og Adam Thorstensen 1.