Dregið var í riðla fyrir EM U-20 ára landsliða karla fyrr í dag en mótið fer fram í Slóveníu í sumar.

Íslenska liðið var í öðrum styrkleikaflokki og dróst í riðil með Þýskalandi, Svíþjóð og Rúmeníu. Tvö efstu lið riðilsins komast í 8 liða úrslit.

Mótið fer fram í Celje sem er 40.000 manna borg í 80 km fjarlægð frá höfuðborginni Ljubljana. Eitt öflugasta félagslið Evrópu, Celje Pivovarna Lascko kemur frá þessari borg og er mikil hefð fyrir handbolta á þessu svæði.

Mótið hefst 19. júlí og stendur til 29. júlí.

Íslenska liðið er undir stjórn Bjarna Fritzsonar og mun æfa saman allt næsta sumar og m.a. leika æfingaleiki og heims- og Evrópumeistara Frakka í Frakklandi fyrstu helgina í júlí.