Ísland mætti Póllandi í fyrsta leik í forkeppni Evrópumeistaramóts U-20 ára landsliða karla kl 16:00 í dag. Lokatölur urðu 31-26 í leik sem Ísland leiddi allan tímann.

Íslendingar mættu mun ákveðnari til leiks og tók pólski þjálfarinn leikhlé á 4. mínútu, í stöðunni 3-0 fyrir Íslandi. Pólverjar vöknuðu þá og minnkuðu muninn í 5-4. Ísland bætti þá aftur í og náðu 6 marka forustu, 12-6 á 20 mín. Nokkuð jafnræði var á með liðunum það sem lifði fyrri hálfleik og var staðan að honum loknum 16-11.

Íslendingar mættu aftur grimmir til leiks í síðari hálfleik og héldu áfram að bæta í forustuna. Ísland náði mest 12 marka forustu um miðjan seinni hálfleik. Íslensku strákarnir slökuðu þá aftur á og Pólverjar söxuðu á forustuna án þess þó að íslenska strákarnir hleyptu þeim þó inn í leikinn aftur. Lokatölur 31-26 fyrir Íslandi og fyrstu stig Íslands í hús.

Maður leiksins var valinn Ómar Ingi Magnússon

Markaskorarar:

Ómar Ingi Magnússon 6, Óðinn Ríkharðsson 6, Egill Magnússon 5, Elvar Jónsson 4, Sturla Magnússon 3, Birkir Benediktsson 2, Sveinn Jóhannsson 2, Hákon Styrmisson 2, Leonharð Harðarsson 1

Næsti leikur Íslands er á móti Búlgaríu kl 14:00 á morgun, 9. apríl.

Leikinn verður hægt að sjá í beinni útsendingu hér 

Nánari upplýsingar um leikinn frá EHF

Einnig uppfærum stöðu á meðan leik stendur á
Twitter og
Instagram

Mynd: Þorsteinn/Fimmeinn.is

Mynd: Þorsteinn/Fimmeinn.is

Mynd: Þorsteinn/Fimmeinn.is