Lokaleikur Íslands í forkeppni Evrópumeistaramóts U-20 ára landsliða karla fer fram kl 10:00 í dag. Andstæðingurinn í dag er Ítalía.

Ísland er ósigrað á mótinu í 1. sæti og tryggir sér þáttökurétt á lokamótinu í Danmörku með sigri. Ítalir sigruðu lið Búlgara í sínum fyrsta leik en biðu svo lægri hlut fyrir Pólverjum í gær. Með sigri í dag fara Ítalir í 4 stig í riðlinum eins og Íslendingar og er því mikilvægt fyrir íslenska liðið að sigra í dag.

Nánari upplýsingar um stöðuna í riðlinum má sjá hér.

Sem fyrr er hægt að horfa á leikinn hér.

Einnig er hægt að fylgist með leiknum á live ticker EHF.

Og fylgist endilega með okkur á
Twitter og
Instagram