Dregið var í riðla fyrir EM hjá u-20 ára landsliði karla karla í dag.

Ísland dróst í B riðil ásamt Spáni, Slóveníu og Rússlandi. Ljóst er að um erfitt verkefni verður að ræða enda léku Ísland, Spánn og Slóvenía til undanúrslita á síðasta HM hjá þessum aldursflokki.

Leikið verður í Danmörku 28.-07. ágúst.

Riðlarnir eru eftirfarandi:

A-riðill

Frakkland, Sviss, Serbía og Pólland

B-riðill

Spánn, ÍSLAND, Slóvenía og Rússland

C-riðill

Danmörk, Noregur, Holland og Makedónía

D-riðill

Ungverjaland, Þýskland, Króatía og Svíþjóð.