U-20 karla | HM sætið tryggt

U-20 ára landslið karla lauk leik í dag á Evrópumeistaramótini í Porto þegar þeir léku gegn Ítalíu um 11. – 12. sætið á mótinu. Efstu 11. sætin á mótinu gáfu þáttökurétt á HM á næsta ári 21 árs landsliða og því mikið undir í dag hjá liðinu.

Strákarnir mættu af krafti í leikinn í dag frá fyrstu mínútu og spiluðu frábærlega í vörn gegn Ítalíu. Þegar frábærum fyrri hálfleik lauk var staðan 23 – 15 Íslandi í vil.

Seinni hálfleikur var svipaður og sá fyrri, íslenska liðið hélt áfram að spila frábærlega í vörn og sókn og Ítalska liðið komst hvorki lönd né strönd. Þegar dómarar dagsins flautuðu leikinn af var ljóst að Ísland var búið að tryggja sér sæti á HM 21 árs landsliða karla á næsta ári sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi. Lokatölur voru 45 – 34.

Benedikt Gunnar Óskarsson var valinn maður leiksins úr Íslenska liðinu af mótshöldurum.

Mörk Íslands í dag skoruðu Benedikt Gunnar Óskarsson 8, Arnór Viðarsson 7, Andri Már Rúnarsson 7, Andri Finnsson 5, Gauti Gunnarsson 5, Símon Michael Guðjónsson 4, Tryggvi Þórisson 3, Guðmundur Bragi Ástþórsson 2, Ísak Gústafsson 2, Einar Bragi Aðalsteinsson 1 og Jón Þórarinn Þorsteinss 1 mark.

Brynjar Vignir Sigurjónsson varði 5 skot, Adam Thorstensen 5 skot og Jón Þórarinn Þorsteinsson 1 mark.