U-20 ára lið karla gerði rétt í þessu 25-25 jafntefli við Serbíu á Evrópumótinu í Slóveníu. Íslenska liðið byrjaði mjög vel en Serbar komust fljótlega inn í leikinn og höfðu yfirhöndina 12-9 í hálfleik. Íslenska liðið misnotaði fjöldan allan af dauðafærum í fyrri hálfleik en á löngum köflum sundurspiluðu íslensku strákarnir lið Serba. Seinni hálfleikur fór rólega af stað en um miðbik hálfleiksins jöfnuðu íslensku strákarnir leikinn og komust yfir. Leiknum lauk svo með jafntelfi, 25-25, eins og áður sagði. Stigið var gríðarlega mikilvægt því með því tryggði liðið sér úrslitaleik um sæti í undanúrslitum, gegn Slóveníu á morgun. 

Mörk Íslands skoruðu: Friðrik Hólm Jónsson 5, Ágúst Emil Grétarsson 4, Pétur Árni Hauksson 4, Sveinn Jóhannsson 3, Arnar Freyr Guðmundsson 3, Sveinn Andri Sveinsson 2, Sigþór Jónsson 1, Orri Þorkelsson 1/1 og Elliði Snær Viðarsson 1.