U-20 karla | Fimm marka sigur gegn Dönum

U-20 ára landslið karla tóku daginn snemma í morgun þegar þeir mættu Dönum kl. 8.00 að íslenskum tíma í síðasta leik Opna Norðurlandamótsins sem fram fer í Hamar í Noregi.

Allan fyrri hálfleikinn léku strákarnir okkar frábærlega í vörn og sókn, fremstur með jafningja var Jón Þórarinn Þorsteinsson var frábær í marki Íslands. Þegar dómarar dagsins blésu til hálfleiks var staðan 20 – 11 Íslandi í vil.

Danir náðu að klóra í bakkann í seinni hálfleik og þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum var munurinn kominn niður í 3 mörk. En þá bættu íslensku strákarnir í á nýjan leik og náðu að lokum að tryggja fimm marka sigur, 30 – 25.

Markaskorarar Íslands:
Benedikt Gunnar Óskarsson 6, Þorsteinn Leó Gunnarsson 5, Andri Már Rúnarsson 4, Guðmundur Bragi Ástþórsson 3, Kristófer Máni Jónasson 3, Tryggvi Þórisson 3, Símon Michael Guðjónsson 2, Arnór Viðarsson 1, Einar Bragi Aðalsteinsson 1, Jóhannes Berg Andrason 1 og Ísak Gústafsson 1 mark.

Jón Þórarinn Þorsteinnsson varði 9 skot og Brynjar Vignir Sigurjónsson varði 1.

Benedikt Gunnar Óskarsson var valinn bestur í íslenska liðinu af mótshöldurum í leiknum í dag.

Strákarnir náðu frábærum árangri á Opna Norðurlandamótinu, tveir sigurleikir og eitt jafntefli. Þetta þetta er skrifað er þó ekki ljóst hvort það nægi til sigurs þar sem Svíar leika þessa stundina gegn Norðmönnum og þurfa 4 marka sigur til að tryggja sér efsta sætið í mótinu.

Liðið heldur til Portúgal á þriðjudaginn í næstu viku þar sem þeir taka þátt í Evrópumeistaramóti dagana 7. – 17. júlí.