Lokaleikur U-20 landsliðs karla gegn Ítölum fyrir forkeppni Evrópumeistaramóts U-20 ára landsliða lauk með stórsigri Íslands. Lokatölur 45-20 í leik sem Ísland leiddi allan tímann og var sigurinn öruggur allan leikinn.

Ísland leiddi frá fyrstu mínútu en Ítalir hengu þó í strákunum fyrstu mínúturnar, eftir 10 mín. leik var staðan 8-6. Þá tók við góður kafli hjá okkar mönnum sem skoruðu næstu 5 mörk og leiddu með 8 mörkum 16-8 eftir 20 mínútur. Jafnræði var á með liðunum næstu mínúturnar en á lokamínútum fyrrihálfleiks bættu strákarnir í, skoruðu 4 mörk á rúmri mínútu og leiddu í hálfleik 23-13.

Íslensku strákarnir mættu mjög grimmir til leiks í seinni hálfleik, spiluðu flottan varnarleik með Bernharð öruggan fyrir aftan vörnina og skoruðu 9 mörk í röð og breyttu stöðunni í 32-13 á 43 mín. Meira jafnræði var á með liðunum það sem lifði leiks. Á 50. mínútu var staðan 38-16. Lokatölur 45-20, þægilegur og öruggur íslenskur sigur.

Næst á dagskrá, undirbúningur fyrir Evrópumeistaramóts U-20 ára landsliða í Danmörku.

Maður leiksins var valinn Aron Dagur Pálsson

Markaskorarar:

Óðinn Ríkharðsson 8, Aron Dagur Pálsson 6, Leonharð Harðarsson 6, Kristján Örn Kristjánsson 6, Sveinn Jóhannsson 4, Elvar Jónsson 4, Hákon Daði Styrmisson 3, Ómar Ingi Magnússon 3, Egill Magnússon 2, Sturla Magnússon 2, Ýmir Örn Gíslason 1

Nánari upplýsingar um leikinn frá EHF

Lokaleikur riðisins er leikur Pólverja og Ítala.

Stöðuna í riðlinum og önnur úrslit má sjá hér.

Fylgist endilega með okkur á
Twitter og
Instagram




Mynd: Þorsteinn/fimmeinn.is




Mynd: Þorsteinn/fimmeinn.is




Mynd: Þorsteinn/fimmeinn.is




Mynd: Þorsteinn/fimmeinn.is