U-20 karla | Aftur tap gegn Dönum

Strákarnir okkar í U-20 karla töpuðu öðrum leiknum við Dani í dag þegar liðin mættust í Køge.
Leikurinn var í jafnvægi fyrstu mínúturnar en þá náðu Danirnir góðum kafla og juku forskotið jafnt og þétt. Staðan í hálfleik var 17-12.
Svipað var uppi á teningnum í síðari hálfleik. Okkar strákar að leika vel framan af en seinustu mínúturnar voru eign Dana og þeir tryggðu sér níu marka sigur, 37-28.

Markaskor:
Andri Már Rúnarsson 9 mörk
Benedikt Gunnar Óskarsson 4 mörk
Gauti Gunnarsson 4 mörk
Jóhannes Berg Andrason 4 mörk
Kristófer Máni Jónasson 3 mörk
Andri Finnsson 2 mörk
Arnór Viðarsson 1 mark
Breki Hrafn Valdimarsson 1 mark
Í markinu varði Brynjar Vignir Sigurjónsson 9 skot og Adam Thorstensen 1 skot

Strákarnir halda heim á morgun eftir tvo lærdómsríka leiki gegn sterku liði Danmerkur. Vináttulandsleikirnir voru undirbúningur fyrir EM næsta sumar.