U-20 karla | 13 marka sigur gegn Krótatíu

U-20 ára landslið karla lék í dag sinn seinni leik í milliriðlum 9. – 16. sætis á Evrópumeistaramóti 20 ára landsliða í Porto. Strákarnir mætu Króötum af krafti frá fyrstu mínútu og spilaði liðið frábærlega í vörn og sókn. Eftir 8 mínútna leik náðu Króatar að skora sitt fyrsta mark og minnka munin í 7-1. Staðan í hálfleik var 16 – 10 og Adam Thorstensen hafði þá varið 8 skot.

Ísland var ekkert á þeim buxunum að gefa eitthvað eftir í seinni hálfleik og hélt liðið áfram að spila frábærlega í vörn og sókn. Eftir 7 mínútna leik var staðan orðin 21 – 10. Strákarnir kláruðu þennan leik með sóma og lokatölur voru 33 – 20.

Adam Thorstensen var valinn maður leiksins úr liði Íslands af mótshöldurum.

Mörk Íslands skoruðu Andri Már Rúnarsson 6, Einar Bragi Aðalsteinsson 5, Símon Michael Guðjónsson 5, Tryggvi Þórisson 5, Guðmundur Bragi Ástþórsson 4, Andri Finnsson 2, Benedikt Gunnar Óskarsson 2, Ísak Gústafsson 1, Kristófer Máni Jónasson 1 og Gauti Gunnarsson 1 mark.

Adam Thorstensen varði 14 skot og Jón Þórarinn Þorsteinsson 7 skot.

Ljóst er að strákarnir munu leika um 9. – 12. sæti mótsins, næsti leikur þeirra er á föstudaginn og ræðst það í dag hverjir mótherjar þeirra verða í krossspili áður en leikið er um sæti. Efsti 11. sæti mótsins gefa þáttökurétt á HM 2023 sem haldið verður í Þýskalandi og Grikklandi.

Myndir Jónas Árnason