U-20 karla | 10 marka tap gegn Dönum

Strákarnir okkar í U-20 ára landsliðinu fengu skell í fyrri vináttuleik liðsins við Danmörku nú fyrr í kvöld. Danirnir voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og höfðu 10 marka forskot í leikhléi, 20-10.

Strákarnir okkar náðu vopnum sínum aftur í byrjun síðari hálfleiks og náðu að minnka muninn í fjögur mörk þegar 11 mínútur voru eftir af leiknum. Á þeim tíma var varnaleikur liðsins frábær. Þá snéru Danirnir leiknum sér í hag og unnu að lokum 34-24 í kaflaskiptum leik.

Markaskor:
Andri Finnsson 8 mörk
Benedikt Gunnar Óskarsson 4 mörk
Andri Már Rúnarsson 3 mörk
Gauti Gunnarsson 2 mörk
Jóhannes Berg Andrason 2 mörk
Kristófer Máni Jónasson 2 mörk
Arnór Viðarsson 1 mark
Breki Hrafn Valdimarsson 1 mark
Þorsteinn Leó Gunnarsson 1 mark
Markvarsla:
Brynjar Vignir Sigurjónsson 6 skot
Adam Thorstensen 2 skot

Seinni vináttulandsleikur liðanna fer fram á morgun, laugardag kl. 14:00 í Køge.