U-20 ára landslið kvenna tapaði í dag fyrir Slóveníu 28-23 í lokaleik liðsins í undanriðli sem fram fór Víkinni. Staðan í hálfleik var 15-11 fyrir Slóveníu.

Var þetta þriðji tapleikur liðsins í þrem leikjum en Rúmenía sigraði alla sína leiki og fór áfram á HM ásamt Slóveníu.

Mörk Íslands í dag gerðu: Ragnheiður Júlíusdóttir 6, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4, Áróra Eir Pálsdóttir 3, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Bryndís Elín Halldórsdóttir 2, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Thea Imani Sturludóttir 2, Hekla Rún Ámundadóttir 1 og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 1.