Íslensku stúlkurnar töpuðu fyrsta leik sínum í riðlinum gegn Makedóníu 22-24, töpuðu svo fyrir Svartfjallalandi með sex marka mun, 17-23, og máttu eins og áður segir sætta sig við tap gegn Hollandi í lokaleiknum, 24-25.

Makedónía varð í efsta sæti riðilsins með sex stig, eða fullt hús stiga, eftir sigur á Svartfjallandi í uppgjöri toppliðanna í dag, 18-17. Svartfjallaland vann bæði Holland og Ísland og fylgir því Makedóníu inn á EM. Holland varð í þriðja sæti með tvö stig og Ísland í fjórða og síðasta sæti án stiga.