U-19 kvenna | Þriggja marka sigur á Finnum

Íslensku stúlkurnar mættu Finnum í Skopje í dag en um var að ræða annan leikinn í B-deild Evrópumótsins. Eftir tap gegn Hvít-Rússum á laugardaginn kom ekkert annað en sigur til greina í dag.

Eftir ágæta byrjun var það finnska liðið sem seig fram úr en stelpurnar okkar stigu á bensíngjöfina á lokamínútum fyrri hálfleiks og leiddu með 2 mörkum, 17-15 þegar liðin gengu til búningsklefa.

Stelpurnar okkar héltu áfram að bæta í forskotið á síðari hálfleik og náð mest 6 marka forystu en þá kom finnska liðið tilbaka og munurinn skyndilega orðinn eitt mark og nokkrar mínútur til leiksloka. En það voru íslensku stúlkurnar sem kláruðu leikinn og unnu góðan þriggja marka sigur 30-27.

Mörk íslenska liðsins:
Rakel Sara Elvarsdóttir 10, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 7, Bríet Ómarsdóttir 5, Sara Katrín Gunnarsdóttir 3, Katrín Tinna Jensdóttir 2, Elín Rósa Magnúsdóttir 1, Ída Margrét Stefánsdóttir 1 og Emilía Ósk Steinarsdóttir 1.

Ólöf Marín Bjarnadóttir varði 10 skot og Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir varði 1 skot.

Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Póllandi fimmtudaginn 15. júlí kl. 13.30 að íslenskum tíma, bein útsending verður frá leiknum á www.ehftv.com