U-19 kvenna | Tap gegn Tékklandi

U-19 kvenna lék sinn síðari vináttu landsleik í dag gegn Tékklandi þar ytra. Tékkarnir mættu Íslenska liðinu af kraft frá fyrstu mínútu og var á brattann að sækja fyrir stelpurnar okkar en staðan í hálfleik var 12 – 7 Tékkum í vil.. Stelpurnar komu af krafti í seinni hálfleik og náðu að minnka niður í tvö mörk. Þá  komu tvær brottvísanir á stuttum tíma og bilið breikkað aftur, Ísland tapaði fyrir Tékklandi 17 – 24

Mörk Íslands í dag skoruðu Katrín Anna Ásbjörnsdóttir 5, Inga Dís Jóhannsdóttir 3, Alfa Brá Oddsdóttir 2, Embla Steindórsdóttir 2, Hildur Lilja Jónsdóttir 2,  Sara Dröfn Ricardsdóttir 2 og Elísa Elíasdóttir 1. Elísa Helga Sigurðardóttir varði 6 skot og Ethel Gyða Bjarnasen 5 skot.