Stelpurnar okkar töpuðu í dag gegn Spánverjum 22-14 í leik þar sem sterkar varnir voru allsráðandi en minna fór fyrir sóknarleiknum.

Liðunum gekk afar illa að skora í fyrri hálfleik, spænska liðið náði þó yfirhöndinni en íslensku stelpurnar voru alltaf skammt undan. Fjölmargar brottvísanir gerðu stelpunum okkar erfitt fyrir og það voru þær spænsku sem leiddu í hálfleik, 6-9.

Í upphafi síðari hálfleiks skoraði spænska liðið 3 mörk á skömmum tíma og eftir það var erfitt að koma tilbaka. Þrátt fyrir hetjulega baráttu voru það þær spænsku sem fögnuðu sigri, lokatölur 14-22.

Markarskorar Íslands:

Lena Margrét Valdimarsdóttir 5, Elva Arinbjarnar 2, Andrea Jacobsen 2, Lovísa Thompson 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 2, Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir 1. 

Selma Þóra Jóhannsdóttir varði 11 skot og Ástríður Glódís Gísladóttir varði 3 skot.

Rúmenía vann Litháen í fyrri leik dagsins og það er því ljóst að leikur Íslands og Rúmeníu á morgun ræður úrslitum um hvort liðið kemst á EM í sumar.

Leikurinn hefst kl. 16.00 og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Youtube.

U-19 ára landslið kvenna tapaði fyrir sterku spænsku liði í dag 14-22. Nánar á Hsi.is í kvöld. #handbolti #stelpurnarokkar #u19kv

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on