U19 kvenna | Svekkjandi tap í hörkuleik

U-19 ára landslið kvenna lék fyrri vináttulandsleik sinn gegn Tékkum fyrr í dag.

Leikurinn fór vel af stað fyrir okkar stelpur sem voru að spila afar vel bæði í vörn og sókn. Um miðjan fyrri hálfleik sóttu Tékkarnir í sig veðrið og náðu að snúa leiknum sér í vil. Staðan i hálfleik var 16-13 fyrir Tékkland.

Í síðari hálfleik kom meiri ró yfir leik íslenska liðsins, varnarleikurinn þéttist og Elísa Helga varði vel í markinu. Stelpurnar okkar náðu að minnka muninn í eitt mark á lokamínútu leiksins en það dugði því miður ekki til og niðurstaðan því eins marks tap, 26-25 fyrir Tékkland.

Markaskorarar Íslands:
Rakel Oddný Guðmundsdóttir 5, Embla Steindórsdóttir 5, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 4, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 3, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Aníta Eik Jónsdóttir 1, Katrín Ásmundsdóttir 1, Elísa Elíasdóttir 1, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir 1, Valgerður Arnalds 1.

Elísa Helga Sigurðardóttir varði 9 skot og Ethel Gyða Bjarnesen varði 5 skot.

Liðin mætast aftur á morgun kl. 17 að íslenskum tíma, streymi má nálgast hér:

https://www.tvcom.cz/Zapas/Sport-Hazena/Pohlavi-Zeny/Sezona-2022-2023/218824-Pratelske-utkani-juniorek-Czech-republic-Island.htm