Ísland vann Finland 23-19 á EM kvenna í Búlgaríu í dag. 

Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega og eftir 20mín leik var staðan orðin 10-5 fyrir okkar stúlkum. Í hálfleik var staðan 12-9.

Í seinni hálfleik bættu stelpurnar í og þegar rúmar 10 mín voru til leiksloka var staðan orðin 23-15 fyrir íslenska liðið.

Eftir það náðu stelpurnar ekki að skora en þær finnsku minnkuðu aðeins muninn og endaði leikurinn 23-19.

Jónína Hlín Hansdóttir var valin leikmaður Íslands í leiknum, en hún hefur staðið vörnina afar vel allt mótið.

Mörk Íslands skoruðu: Anna Karen Hansdóttir 5, Birta Rún Grétarsdóttir 5, Lena Margrét Valdimarsdóttir 5, Alexandra Líf Arnarsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Tinna Sól Björgvinsdóttir 2, Þóra María Sigurjónsdóttir 1.

Sara Sif Helgadóttir varði 5 skot í markinu.

Næsti leikur liðsins er á morgun kl.10:00 að íslenskum tíma. Þá spilar liðið um 5 sætið í mótinu á móti annaðhvort Ísrael eða Grikklandi.