U-19 kvenna | Jafntefli gegn Pólverjum

Stelpurnar okkar léku gegn Pólverjum í B-deild EM í Skopje í Makedóníu fyrr í dag.

Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu og þó að pólsku stúlkurnar hafi verið á undan að skora í fyrri hálfleik þá var íslenska liðið aldrei langt undan. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 11-13 Pólverjum í hag.

Íslenska liðið fór vel af stað í síðari hálfleik og komst yfir 17-16 eftir 40 mínútna leik. Það sem eftir lifði leiks var jafnt á öllum tölum, íslenska liðið komst yfir á lokamínútunni en þær pólsku jöfnuðu jafnharðan. Því miður miður geigaði lokaskot íslenska liðsins og lokaniðurstaðan því jafntefli, 24-24.

Markaskorarar Íslands:
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 8, Elín Rósa Magnúsdóttir 4, Bríet Ómarsdóttir 3, Rakel Sara Elvarsdóttir 3, Sara Katrín Gunnarsdóttir 3, Ída Margrét Stefánsdóttir 1, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 1, Júlía Sóley Björnsdóttir 1.

Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir varði 9 skot og Signý Pála Pálsdóttir varði 1.

Bæði íslenska og pólska liðið enduðu með 3 stig í riðlinum og það pólska nær 2. sætinu á markamun og kemst því í undanúrslitin. Stelpurnar okkar leika um 5. – 8. sæti á mótinu og verður ljóst í kvöld hverjir mótherjarnir verða.