Stelpurnar í U19 ára landsliðinu lentu í 5 sæti á EM kvenna, B deild, í Búlgaríu í dag, þegar liðið sigraði Grikkland.

Leikurinn var jafn framan af en í seinni hluta fyrri hálfleiks náði liðið góðri forystu og var staðan í hálfleik 18-12.

Seinni hálfleikurinn var jafnari og þegar 10 mín voru eftir þá höfðu grikkirnir minnkað muninn í 3 mörk. Þá gáfu stelpurnar í og úrslitin urðu 29-22 fyrir Íslandi.

Berta Rut Harðardóttir var valin maður leiksins hjá íslenska liðinu.

Mörk Íslands skorðuðu: Berta Rut Harðardóttir 6, Birta Rún Grétarsdóttir 4,Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 4, Anna Karen Hansdóttir 3, Katla María Magnúsdóttir 3, Tinna Sól Björgvinsdóttir 3, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2, Harpa María Friðgeirsdóttir 1, Þóra María Sigurjónsdóttir 1

Sara Sif Helgadóttir varði 7 skot í leiknum og Eva Dís Sigurðardóttir 1.